Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2006 02:45

Stóri Ás er ræktunarbú Vesturlands árið 2006

Á haustfundi Hrossaræktunarsambands Vesturlands var búið á Stóra Ási valið ræktunarbú Vesturlands árið 2006. Ræktendur þar eru Lára Gísladóttir og Kolbeinn Magnússon. Í samtali Skessuhorn segir Lára að þeirra hrossakyn væri blanda af hrossum sem upprunin væru bæði frá Stóra Ási og Hofsstöðum. Mikið af þeim hrossum sem þau hafa verið að fá dóma fyrir undanfarið eru undan meri undan Gáska frá Hofsstöðum.

 

Hjónin hafa stundað ræktun á hrossum í fimmtán ár og hefur Gísli Gíslason, bróðir Láru,  veitt þeim lið með tamningu og sýningu á hrossunum og sama má segja um aðra fjölskyldumeðlimi, sem hafa verið boðnir og búnir að aðstoða. „Það er auðvitað ómetanlegt að eiga góða að, í þessu eins og öðru,” segir Lára. Til þess að bú fái þessi verðlaun þarf útkoma þeirra hrossa sem sýnd eru á árinu að vera afar góð. Frá Stóra Ási voru fjögur hross sett í dóm á þessu ári og var meðaleinkunn þeirra 8,16.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is