29. nóvember. 2006 11:17
Í nýrri reglugerð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum eru sektir ökumanns sem veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú eða í göngum hækkaðar í 10-100 þúsund krónur. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa flutningabílstjórar ítrekað gerst sekir um að aka með of háan farm inn í Hvalfjarðargöngin. Hefur það valdið mikilli slysahættu og einnig miklum skemmdum á búnaði ganganna. Fram til þessa hafa sektir vegna slíks athæfis aðeins verið 7.500 krónur.