01. febrúar. 2007 02:31
Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 190 þúsund tonn en áður hafði 180 þúsund tonna kvóta verið úthlutað. Verður heildarkvótinn því um 370 þúsund tonn og af því má ætla að um 300 þúsund tonn komi í hlut Íslendinga. Þetta er um 100 þúsund tonnum meira en á loðnuvertíðinni í fyrra en samt sem áður verður þetta einn minnsti kvóti sem úthlutað hefur verið í seinni tíð.