Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2007 10:36

Góður sigur Skallagríms á Selfossi

Skallagrímur í Borgarnesi vann öruggan 22. stiga sigur á Hamar/Selfoss mönnum á Selfossi í gærkvöldi. Sunnanmenn virkuðu þungir í byrjun leiks og hugsanlegt að bikarleikurinn gegn Keflavík sæti ennþá í liðinu.  Skallagrímsmenn tóku því frumkvæðið strax í byrjun,  þökk sé góðum leik frá þeim Jovan Zdradveski og Darrel Flake en þeir félagar skoruðu 17 af 27 stigum gestanna í 1. leikhluta. Staðan að honum loknum var 19:27 Skallagrími í vil. Pétur Már Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður Borgarbyggðar, kom sterkur inní annan leikhluta og sýndi það og sannaði svo um munar að hann var vel að þeim verðlaunum kominn.

 

Pétur setti fjórar þriggja stiga körfur í leikhlutanum. Skallagrímsmenn juku jafnt og þétt við forskot sitt og Hamarsmenn áttu fá svör við sterkri vörn og öguðum sóknarleik gestanna. Staðan í hálfleik var 35-52.

 

Sama var uppí á teningnum í seinni hálfleiknum og Skallagrímsmenn héltu áfram góðri hittni fyrir utan þriggja stiga línuna en það hefur lengi verið helsti styrkur þeirra. Hamarsmenn náðu þó ágætum leikkafla í byrjun 4. leikhluta og minnkuðu muninn niður í 10 stig og virtust vera að koma sér inn í leikinn aftur. Þeir Marvin Valdimarsson og hin þrekvaxni George Byrd, fyrrum leikmaður Skallagríms, sýndu þá fína tilburði og Hamarsmenn náðu að loka vel á skyttur gestanna. Jovan Zdradveski virtist þá vakna til lífsins og kláraði leikinn fyrir sína menn með 12 stigum í 4. leikhluta. Skallagrímsmenn unnu því eins og áður sagði öruggan 22 stiga sigur 77-99.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og sigri Skallagríms var í raun aldrei ógnað. Liðsheildin skóp þennan sigur eins og svo marga aðra hjá liðinu í vetur. Þeir Axel Kárason og Pétur Sigurðsson áttu báðir fantaleik í kvöld. Saman settu þeir 8 þriggja stiga körfur úr 9 tilraunum. Jovan Zdradveski var rólegur frameftir leik og skoraði ekki nema 8 stig fyrstu þrjá leikhluta leiksins. Hann steig svo upp þegar að á þurfti og endaði leikinn með 20 stig. Darrel Flake var einnig drjúgur undir körfunni og skoraði 18 stig auk þess að taka 12 fráköst. George Byrd reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu og var með 24 stig og 11 fráköst fyrir lið H/S.

 

Pétur Már Sigurðsson leikmaður Skallagríms var sáttur að leikslokum og sagði í samtali við Skessuhorn að góð vörn hafi umfram allt verið lykillinn að þessum mikilvæga sigri. Hann sagði að dagsskipunin hefði verið að loka á skyttur heimamanna og það hefði tekist með afbrigðum vel. Skallagrímsmenn sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 22 stig ásamt KR og Snæfell. Njarðvíkingar eru sem fyrr efstir með 24 stig og eiga leik inni gegn Tindastól á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is