05. febrúar. 2007 01:59
Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 53.800 á landinu öllu, en voru 42.300 í sama mánuði árið 2005, sem er fjölgun um 11.500 nætur eða 27%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Skiptingin milli Íslendinga og útlendinga í desember var þannig að gistinóttum útlendinga fjölgaði um 32% og Íslendinga um 18%. Útlendingar vega þó þyngra þar sem gistinætur þeirra eru tæp 70% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í desember.
Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum úr 3.800 í 4.600, eða um 22%.