Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2007 10:16

Eldur í vélarrúmi Reynis Þórs

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út í gærkvöldi vegna bruna um borð í Reyni Þór SH, 15 tonna netabáti á Arnarstapa. Báturinn var bundinn við bryggju á Arnarstapa þegar eldurinn kom upp. Skipshöfn á bátnum Særifi SH brást skjótt við og fóru um borð og hóf slökkvistörf enda Reynir Þór mannlaus. Að sögn Arnars Laxdals, skipverja á Særifi byrjuðu þeir á að loka öllum loftinntökum og vörnuðu því að eldurinn næði sér á strik. Þegar slökkvilið Snæfellsbæjar kom á staðinn var búið að ráða niðurlögum eldsins og þurfti einungis að reykræsta vélarrúm bátsins. Skemmdir eru því minni en ætla mætti. “Við settum í gang slökkvikerfi og kældum síðan niður eldsvæðið með sjó. Eldurinn var bundinn við vélarrúm bátsins og náði því ekki að dreifast út frá því. Ekki mátti þó muna miklu að verr færi,” sagði Arnar Laxdal í gærkvöldi í samtali við Alfons Finnsson, fréttaritara. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is