Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2007 08:43

Fasteignasalar búast við aukinni fasteignasölu á næstunni

Félag fasteignasala hefur sent frá sér álitsgerð sem greiningardeild félagsins vann um líklega þróun fasteignamarkaðarins árið 2007, miðað við þær forsendur sem fyrir liggja í upphafi árs. Þar segir m.a. að þegar horft sé til ársins 2007 telji félagið að meðaltal fasteignaverðs muni á árinu hækka nokkuð umfram verðbólgu. Þá segir að margt bendi til þess að verðbólga verði lægri á þessu ári en því síðasta þegar hún mældist skv. vístölu neysluverðs um 7%. Á árinu 2004 og 2005 urðu miklar hækkanir á húsnæðisverði hér á landi en á nýliðnu ári stóð verð hinsvegar í stórum dráttum í stað. Markaðurinn í haust var rólegur en það sem af er ári virðist sem aukið líf sé að færast í hann á nýjan leik.

Ytri aðstæður flestar góðar

 

Í skýrslunni segir að góðar horfur séu framundar í atvinnumálum, atvinnustig sé hátt og kaupmáttur góður og aukin velmegun leiði yfirleitt til fleiri fermetra húsnæðis á hvern einstakling. Þá segir í skýrslunni að lánaframboð sé nú almennt mun betra en var stærstan hluta ársins 2006.  Viðskiptabankarnir séu almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum á síðasta ári.  Þá hafi nú verulega dregið úr verðbólgu sem er einn versti óvinur lántakenda. Þeir segja einnig að fyrirhuguð lækkun virðisaukaskatts á matvæli ætti að leiða til þess að vísitöluþróun verði hagstæðari.

Þrátt fyrir þetta eru raddir á lofti sem segja blikur á lofti á öðrum sviðum sem draga muni verulega úr jákvæðum áhrifum lækkunar matarverðs á vísitölu. Sem dæmi má nefna nýlegar upplýsingar um 40% hækkun bílatrygginga milli ára, 3-8% hækkun matvæla hjá birgjum og heildsölum og ýmsar aðrar kostnaðarhækkanir í samfélaginu. Enn aðrir benda síðan á að þar sem kosningar verða í vor muni ríkisstjórnin gera hvað í sínu valdi stendur til að bæta möguleika almennings til fasteignakaupa og telja margir líklegt að hámarkslán Íbúðalánasjóðs verði á ný hækkuð í 90%. Ekki náðist í Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra sem hefur með málefni Íbúðalánasjóðs að gera, til að bera undir hann hvort líkur séu til að lánareglum Íbúðalánasjóðs verði breytt á nýjan leik.

 

Snjóboltaáhrif ef yngstu kaupendum yrði hjálpað meira

 

Félag fasteignasala segir að í janúar hafi almennt verið mikil eftirspurn eftir eignum og sala sé að aukist. Hinsvegar virðist verð á húseignum lækka lítilsháttar sé mið tekið af sölu eigna á höfuðborgarsvæðinu. Daníel Rúnar Elíasson, hjá fasteignasölunni Hákoti á Akranesi tekur undir að hreifing í sölu á fasteignum á Akranesi í janúar hafi verið mun meiri en á haustmánuðum liðins árs. Þannig fór sala eigna betur af stað nú í ársbyrjun en oft áður. “Það var rólegt yfir sölunni nú á haustmánuðum en janúar lofar góðu um framhaldið,” segir Daníel. Hann segir gott framboð á Akranesi vera af fasteignum í flestum verðflokkum en þó vanti allra ódýrustu fasteignirnar á markaðinn, þ.e. eignir á verðbilinu 10-15 milljónir króna.

 

“Það má segja að ákveðinn tappi sé í gangi. Yngstu kaupendurnir, þeir sem eru að kaupa sína fyrstu eign, eru í vandræðum vegna þess að Íbúðalánasjóður lækkaði hámarkslán niður í 80% af verði húsnæðis á síðasta ári. Þetta fólk þarf því að fjármagna útborgun og þessi 20% með eigin fé eða dýrari skammtímalánum, sem bera e.t.v. 9-10% vexti og þurfa auk þess að sækja sér ábyrgðarmenn. Þessu fólki munar t.d. verulega um hvort það þarf að fjármagna 1-2 milljónir með skammtímalánum af 15-18 milljóna króna eign, eða 3-4 milljónir eins og staðan er núna. Ef Íbúðalánasjóður myndi hækka lánshlutfallið í 90% eins og var, þá myndu aðstæður þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti lagast mjög. Ef þessum hópi yrði gert auðveldara að kaupa þá færu af stað ákveðin sjóboltaáhrif á markaðinum og allar eignir í kjölfarið myndu seljast betur,“ segir Daníel.

 

Hann segir að á Akranesi sé nú gott framboð af flestum gerðum eigna. Þó vanti eins og áður segir allra ódýrustu eignirnar og einnig segir hann eftirspurn eftir góðum sérhæðum í fjölbýli þar sem t.d. sé ekki um að ræða sameiginlegar geymslur eða þvottahús með öðrum íbúðum. Aðspurður viðurkennir Daníel að nokkrar mjög góðar eignir á Akranesi hafi verið til sölu í nokkra mánuði án þess að í þær væri boðið, en reiknar með, líkt og Félag fasteignasala í skýrslu sinni, að aukin sala muni einkenna markaðinn næstu mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is