07. febrúar. 2007 10:10
Í gær, 6. febrúar kom sexþúsundasti Akurnesingurinn í heiminn. Það var falleg og hárprúð stúlka sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi sem telst vera sex þúsundasti íbúi staðarins. Þessi tímamóta Skagamaður vóg 15 merkur og var 52 cm við fæðingu. Foreldrar stúlkunnar eru þau Eva Lind Matthíasdóttir og Gunnar Þór Gunnarsson. Heilsast þeim öllum vel.
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi heimsótti þessa hamingjusömu fjölskyldu á sjúkrahúsið í gærmorgun. Stúlkan var hin rólegasta og fór vel á með henni og bæjarstjóranum.