Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2007 12:19

ASÍ segir óheimilt að hefta félagaskipti

Magnús M. Norðdahl deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands segir að starfsmenn Akraneskaupstaðar sem vinna á samningum sem gerðir voru við Verkalýðsfélag Akraness og Starfsmannafélag Akraness ráði því sjálfir í hvoru félaginu þeir eru og engar hindranir megi vera á flutningi á milli félaga. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur málið nokkuð verið til umræðu í kjölfar sameiningar Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í kjölfar sameiningarinnar bauð formaður Verkalýðsfélags Akraness alla félaga í Starfsmannafélagi Akraness velkomna í félagið.

Átti hann fund með bæjarráði á dögunum og í kjölfar fundarins sagði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn að félagafrelsi ríki á Íslandi en hins vegar þurfi þeir starfsmenn bæjarins sem skipta vilja um félag að hafa til þess samþykki beggja félaganna.

 

Þessu er Magnús M. Norðdahl ósammála. Hann segir stöðuna þá á Akranesi að bæjarfélagið hafi samið við tvö stéttarfélög um sömu störf. Í þeirri stöðu hafi starfsmenn val um það hvoru félaginu þeir vilja tilheyra. Það sé því til dæmist ekki lögmæt hindrun að krefjast samþykkis þess félags sem launþegi vill ganga úr. Einu hindranirnar sem samræmist lögum séu þær að félagaskipti geti ekki farið fram eftir að kjaradeila er hafin. Magnús segist hafa rætt þetta mál við Gísla S. Einarsson bæjarstjóra og komið þessari skoðun ASÍ á framfæri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is