08. febrúar. 2007 02:47
Ef tilllögur hóps um umferðaröryggismál í Borgarbyggð verða samþykktar af sveitarstjórn og Vegagerð ríkisins eru allar líkur á að hámarkshraði í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins verði lækkaður í íbúðargötum niður í 35 km. á klukkustund. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra er sveitarstjórnin búin að kynna þessar hugmyndir fyrir forráðamönnum Vegagerðarinnar en eftir er að senda þeim formlegt bréf um málið og samþykkja tillögurnar í sveitarstjórn, sem að líkindum verður gert innan tíðar. Ef af þessum hugmyndum verður mun eini kaflinn sem leyft verður 50 km/klst. hraði vera frá hringtorginu við Húsasmiðjuna í Borgarnesi og niður að horni Egilsgötu og Borgarbrautar, aðrar götur í þéttbýli sveitarfélagsins bera þá 35 km/klst hraða.