09. febrúar. 2007 01:46
Á næstunni mun liðsmönnum í slökkviliði Akraness fjölga um fimm til sjö en í dag eru þeir 26 að tölu. Í erindi sem Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Halldór Fr. Jónsson og Björn Bergmann Þórhallsson varaslökkviliðsstjórar sendu bæjaryfirvöldum kemur fram að vegna stækkunar atvinnusvæðis Akraness hafi fjarlægðir slökkviliðsmanna frá slökkvistöð aukist og því brýn þörf á fjölgun í liðinu. Einnig hafi umsvif á Akranesi og nærliggjandi sveitarfélögum aukist og það kalli einnig á fjölgun.