Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2007 08:11

Afurðir úr geitamjólk á markað

Geitur Jóhönnu Þorvaldsdóttur, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu framleiða geitamjólk í nýja afurð Mjólkurbúsins í Búðardal; geitaostinn. Jóhanna hefur lengi barist fyrir því að fá að selja ógerilsneydda geitamjólk í beinni sölu og framleiða úr henni afurðir. Jóhanna segir í viðtali sem birtist á bondi.is nýlega að úr því að hún megi ekki framleiða sjálf sé þetta næst besta leiðin. Ógerilsneydd geitamjólk er talin auðmeltari en kúamjólk. Rannsóknir frá Noregi sýna það og því hefur nokkuð verið um að sóst sé eftir geitamjólk handa mikið veikum börnum.

Sævar Hjaltason, mjólkurbússtjóri í Búðardal segir að mikið hafi verið spurt eftir þessum afurðum og margir þekki geitaost erlendis frá svo vonandi vekji hin nýja framleiðsla lukku.

Hér áður fyrr voru geita- og sauðaostar framleiddir á mörgum íslenskum sveitaheimilum en hafa ekki verið á almennum markaði hér á landi. Þó hafa verið framleiddir í takmörkuðu magni ostar úr blöndu af sauða- eða geitamjólk og kúamjólk. Sauðfjárbændur hafa verið hvattir til að mjólka fé sitt og á síðasta ári voru innleggjendur sauðamjólkur þrír en aðeins einn geitabóndi framleiðir mjólk til ostaframleiðslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is