Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2007 02:38

Bókun bæjarráðs fyrst og fremst pólitísks eðlis

Bókun bæjarráðs Akraness þann 4. maí 2006 um að leitað verði eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál hafði enga skuldbindingu í för með sér og fyrst og fremst pólitísks eðlis. Þetta kemur fram í áliti Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttarlögmanns sem hann vann fyrir Akraneskaupstað um áðurnefnda bókun sem nú er talsvert í umræðunni eftir að fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Akraness sakaði bæjaryfirvöld um  að svíkja gefin loforð um að greiða starfsmönnum bæjarins laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eftir að félögin sameinuðust.

 

Skrifstofusjóri starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar segir í minnisblaði til borgarstjóra að hann hafi gert fulltrúum Akraneskaupstaðar grein fyrir því á fundi um mánaðarmótin apríl/maí 2006 að kjarasamningur Akraneskaupstaðar og Starfsmannafélags Akraness gilti til loka október 2008 og sameining stéttarfélaganna breytti engu um hann.

 

Í áliti Jóhannnesar segir að þessi bókun bæjarráðs sé „býsna óljós um margt og varla endanleg úrlausn um nokkuð“ eins og fram kemur í álitinu. Þá segir að ekki verði séð að sveitarfélagið hefi með formlega gildum hætti bundið sig til neinna sérstakra ráðstafana eða aðgerða með þessari bókun en í henni felist þó „auðvitað fyrirheit um að bæjarráð muni ekki standa í vegi fyrir sameiningu starfsmannafélaganna“.

 

„Það verður því ekki séð að bæjarráð hafi á nokkurn hátt bundið hendur sveitarstjórnar. Rétt er að benda á að ef einhverjir starfsmenn kjósa að ganga í annað stéttarfélag og veita því samningsumboð skapast ákveðin álitamál um það frá hvaða tímamarki kjör þeirra kynnu að breytast. Jafnframt þarf að skoða í hverju tilviki hvort „viðtakandi“ stéttarfélag hefur samið sjálft (eða í heildarkjarasamningi) um sambærilegt starf og viðkomandi starfsmaður gegnir“ segir að lokum í álitinu.

 

Birgir Björn Sigurjónsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar sendi Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra minnisblað þann 31. janúar 2007 þar sem hann greinir frá sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Akraness. Hann gerir grein fyrir aðdraganda málsins og segir að um mánaðarmótin apríl/maí 2006 hafi hann ásamt borgarstjóra átt fund með fulltrúum Akraneskaupstaðar, bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.Þar kom fram sú ósk að sveitarfélögin tvö tækju upp náið kjarasamstarf „sem fæli m.a. í sér að allir starfsmenn Akraneskaupstaðar færu í gegnum starfsmat Reykjavíkurborgar og að um kjör þeirra giltu ákvæði kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,“ enda væri áðurnefnd sameining stéttarfélaganna í undirbúningi.


Birgir Björn segir í áðurnefndu minnisblaði að hann hafi gert fulltrúm Akraneskaupstaðar grein fyrir því að miklar annir væru hjá sérfræðingum borgarinnar við starfsmat og ekki fyrirsjáanlegt að þeir gætu tekið að sér starfsmat á störfum á Akranesi á næstu mánuðum. Þá væri Akraneskaupstaður bundinn af umboðsframsali við Launanefnd sveitarfélaga. Einnig benti hann á að kjarasamningur væri í gildi til loka október 2008 og þrátt fyrir að samningsskyldur færðust til sameinaðs félags „en annað myndi raunverulega ekki breytast“. Þá benti Birgir Björn á að það samræmdist tæplega sveitarstjórnarlögum að eitt sveitarfélag fæli öðru samningsumboð sitt fyrirvaralaust „en þannig mátti skilja hugmyndir fulltrúa Akraneskaupstaðar“ segir í minnisblaðinu.

 

Í minnisblaðinu til borgarstjóra kemst Birgir Björn meðal annars að þeirri niðurstöðu sameining stéttarfélaganna hafi í sjálfu sér engin áhrif á kjarasamning eða kjör starfsmanna Akraneskaupstaðar og tillagan sem samþykkt var í bæjarráði Akraness feli ekki í sér skuldbindingar sem breyta því.  Þá bendir hann einnig á að engar viðræður hafi farið fram um málið og engar skuldbindingar myndast hjá Reykjavíkurborg. Þá telur hann það fremur hagsmuni borgarinnar að víðtæk samstaða skapist um framkvæmd starfsmats meðal sveitarfélaga fremur en samkomulag við eitt sveitarfélag eins og Akraneskaupstað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is