Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2007 03:21

Forseti bæjarstjórnar segir meirihlutann engan hafa svikið

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness hafnar því að Akraneskaupstaður sé í stríði við starfmenn sína og engin loforð hafi verið svikin vegna sameiningar starfsmannafélaga Akraness og Reykjavíkurborgar eins og fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Akraness hefur sagt í fjölmiðlum. Gunnar segir að hann hafi staðið að bókun bæjarráðs í maí á síðasta ári. Það hafi verið ákveðin viljayfirlýsing en hafi ekki haft neina skuldbindingu í för með sér. Málið var kynnt á sínum tíma þannig að með starfsmati og fleiru gætu laun lægst launuðu starfsmenn bæjarins hækkað í launum.

Hann segir að þegar gerður hafi verið samanburður á kjarasamningum sveitarfélaganna hafi komið í ljós að með því að greiða laun samkvæmt Reykjavíkursamningunum myndu hæstu laun hækka umtalsvert en dæmi hafi verið um láglaunastörf sem kæmu með skarðan hlut frá borði. Slíkt hefðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki viljað fallast á enda hafi enginn viljað kannast við að það hafi verið ætlunin.

 

„Okkar skoðun hefur ekki farið framhjá neinum því í meirihlutasamkomulagi Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sem undirritað var þann 29. maí hafi komið fram að skoða bæri vel samninga milli Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Akraness og að flokkarnir voru sammála um að eingöngu sé til staðar vilji til þess að hækka lægstu launin hjá bæjarfélaginu. Við þetta stóðum við nokkrum vikum síðar þegar við hækkuðum lægstu laun“.

 

Aðspurður hvort ekki sé ljóst af viðbrögðum forystumanns Starfsmannafélags Akraness að einhver loforð hafi verið gefin um kjarabætur segist Gunnar ekki geta svarað fyrir fulltrúa annarra flokka. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar aldrei gefið loforð um hækkun allra launa. Hins vegar sé ljóst af viðbrögðum forystumanns Starfsmannafélags Akraness að félagsmönnum þess félags hafi verið talin trú um að sameiningu félaganna fylgdu miklar kjarabætur. Á þeim málflutningi beri núverandi meirihluti bæjarstjórnar ábyrgð á. 

 

„Umræðan sem átt hefur sér stað að undanförnu er afar sérkennileg. Svo virðist sem fulltrúar sumra flokka í bæjarstjórn leggi ofur kapp á að hækka laun þeirra sem mest bera úr býtum en lækka þá sem lægst eru settir. Meirihlutinn vill einfaldlega ekki standa að slíkri ákvörðun og við það situr. Þessi árátta minnihlutaflokkanna hefði ekki átt að koma á óvart því þeir felldu árið 2002 tillögu frá Sjálfstæðismönnum um að hækka lægstu laun“ segir Gunnar.

 

Hann segir einnig ljóst að sameining stéttarfélaganna og samstarf Reykjavíkurborgar og Akraness í launamálum hafi ekki reynst eins einföld og fyrrverandi meirihluti hafa haldið. Í gildi sé kjarasamningur sem standa verði við en á næstunni verði reynt að koma af stað starfsmati en hafa verði það í huga að slík mat geti bæði hækkað laun og lækkað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is