15. febrúar. 2007 09:45
Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða að vísa tillögu um stóreflingu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Það var Rún Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs sem lagði tillöguna og meðflutningsmenn hennar voru Sveinn Kristinsson og Hrönn Ríkarðsdóttir bæjarfulltrúar Samfylkiningarinnar ásamt Guðmundi Páli Jónssyni bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins.
Þar er gert ráð fyrir að bæjarstjórn skipi sex manna nefnd sem skipuð verði fulltrúum frá hverjum flokki í bæjarstjórn undir stjórn forseta bæjarstjórnar. Verkefni nefndarinnar verði að ræða við stjórnendur FVA um stóreflingu skólans á næstu árum í samráði við menntamálayfirvöld. Stefnt verði að því að samkomulag náist um málið og það undirritað á 30 ára afmælisári skólans.