Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2007 08:57

Búnaður til að mæla hæð ökutækja og farms í göngunum

Starfsmenn GT Tækni á Grundartanga og Ljósvirkjans vinna þessa dagana að uppsetningu búnaðar sunnan Hvalfjarðarganganna sem mæla á hæð ökutækja og farms áður en þeim er ekið inn í göngin. Þetta er samvinnuverkefni Spalar og Vegagerðarinnar. Á vef Spalar kemur fram að gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði tekinn í gagnið í þessum mánuði. Eftir það verða brotamenn gegn reglum um hámarkshæð að beita afar ríkulegri hugmyndaauðgi til að afsaka gerðir sínar, reyni þeir að fara inn í göngin að sunnan með ólöglega háan farm, segir á www.spolur.is

Sjálfur mælibúnaðurinn verður nálægt viktarplani sunnan Hvalfjarðargatnamótanna og mælir sjálfvirkt hæðina á öllum ökutækjum og farmi þeirra á norðureið. Ef hæðin fer yfir lögbundið hámark, þ.e. 4,20 metra, er viðkomandi ökutæki ljósmyndað og myndin kemur samstundis fram á tölvuskjá í gjaldskýli. Jafnframt birtist aðvörun til viðkomandi bílstjóra á fjögurra fermetra ljósaskilti 300 metrum norðan við mælibúnaðinn. Sá brotlegi fær því skýr skilaboð um ástand mála og kemur sér einungis í enn frekari vandræði með því að halda áfram för sinni í því skyni að aka norður göngin.

Icetronica ehf. er með umboð hérlendis fyrir mælingarbúnaðinn. Sama fyrirtæki útvegaði Speli nýtt og fullkomið eftirlitsmyndakerfi sem tekið var í notkun í göngunum í maí árið 2005. Síðan þá hafa starfsmenn í gjaldskýli getað fylgst á tölvuskjám með öllu sem gerist í göngunum sjálfum og utan munna beggja vegna fjarðarins. Allar hreyfingar í sjónsviði myndavélanna eru teknar upp allan sólarhringinn, þ.e.a.s. ef enginn bíll er á ferð að næturlagi er ekkert tekið upp en um leið og bíll kemur fara upptökutæki sjálfkrafa í gang.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is