Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2007 11:27

Segir nauðsynlegt að FVA hafi sterka bakhjarla

Rún Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akranesi segir nauðsynlegt að nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fái stuðning við störf sín og með það í huga hafi hún ásamt bæjarfulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Akraness flutt tillögu um skipan sex manna nefndar sem vinni að stóreflingu skólans. Rún segir að þrátt fyrir gott starf skólans á liðnum áratugum megi ekki líta starfsemi hans sem sjálfsagðan hlut. „Um þessa starfsemi þarf að standa vörð ekki síður en starfsemi Sjúkrahússins og heilslugæslustöðvarinnar á Akranesi.

Þessar stofnanir eins og margar aðrar eru hornsteinar að góðu mannlífi og því er nauðsynlegt að stjórnendur og starfsfólk finni fyrir stuðningi bæjaryfirvalda. Því vona ég að þetta samstarf komist á milli skólans og bæjarins og yfirvalda menntamála og það styrki skólann enn frekar á næstu árum“.

 

Hörður Helgason skólameistari FVA segist fagna tillögunni eins og þeirri hugsun sem í henni felst. Hann segir að umhverfi skólans hafi breyst með tilkomu tveggja nýrra framhaldsskóla á Vesturlandi. Meðal þeirra atriða sem Hörður telur vænlegt að skoða er hvort ekki sé tímabært að hefja kennslu á háskólastigi við FVA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is