Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2007 01:17

Jafntefli í fyrsta leiknum í Akraneshöllinni

Lið ÍA og Fjölnis skyldu jöfn í fyrsta leik deildarbikarkeppninnar sem fram fór í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Um tímamótaleik var að ræða því leikurinn var fyrsti opinberi leikurinn í meistaraflokki sem háður var í höllinni. Tæpast verður sagt að úrslit leiksins hafi verið sanngjörn því þeir voru sterkari aðilinn í leiknum. Það var Andri Júlíusson sem skoraði bæði mörk Skagamanna og er hann funheitur þessa dagana því á dögunum skoraði hann þrennu í æfingaleik. Fyrra markið kom eftir undirbúning Árna Thors og Ellerts Jóns sem sendi fyrir markið þar sem Andri skallaði knöttinn í markið. Seinna mark sitt skoraði Andri með góðu skoti utan úr teig eftir kröftuga sókn.

 

Þegar leið á seinni hálfleikinn  var sem einbeiting Skagamanna minnkaði og það kostaði þá sigurinn þegar leikmenn Fjölnis jöfnuðu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Raunar munaði litlu að leikmenn ÍA næðu forystunni að nýju skömmu síðar er markvörður Fjölnis varði fast skot Bjarna Guðjónssonar.

Ekki er tímabært að fella dóma yfir liði ÍA að einum leik loknum en Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins leyfði mörgum leikmönnum að spreyta sig.

Ekki þurfti að kvarta undan áhuga almennings á þessum fyrsta opinbera meistaraflokksleik í Höllinni því áhorfendur voru um 300 talsins.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is