Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2007 10:05

Samgönguráð fjarlægði veg um Grunnafjörð

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að gerð vegar um Grunnafjörð hafi horfið af lista yfir hugsanlegar framkvæmdir í samgöngumálum á næstu árum að tillögu samgönguráðs. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er framkvæmdin ekki á vegaáætlun áranna 2007-2018 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Gerð vegarins hefur um árabil verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi. Umhverfisstofnun hefur hins vegar lagst gegn gerð vegarins og umhverfisráðherra hefur hikað við að staðfesta aðalskipulag Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps þar sem gert er ráð fyrir vegagerðinni.

 

Sturla hefur við ýmis tækifæri lýst því yfir að stefna beri að gerð vegarins og því kom það nokkuð á óvart að framkvæmdina skuli ekki vera að finna í áðurnefndri samgönguáætlun. Í samtali við Skessuhorn segir Sturla að samgönguráð hafi gert tillögu um að verkið yrði tekið af lista yfir hugsanlegar framkvæmdir þar sem ekki liggi fyrir hvort verkið standist þær skuldbindingar sem uppfylla þarf meðal annars samkvæmt Ramsar-sáttmálanum.

 

Aðspurður hvort verkið heyri nú sögunni til segir Sturla að svo þurfi ekki að vera. Hann sé ennþá þeirrar skoðunar að vegur á þessum slóðum geti komið til greina enda hafi það verið baráttumál heimamanna. Hins vegar þurfi sveitarstjórnarmenn að vinna að því að verkið komist á aðalskipulag. Takist það sé vel mögulegt að það komi til greina í framtíðinni.

 

Í lögum um samgönguáætlun segir að samgönguráðherra skipi samgönguráð, sem hafi yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar. Í samgönguráði sitja flugmálastjóri, siglingamálastjóri og vegamálastjóri. Auk þess situr þar fulltrúi samgönguráðherra sem jafnframt er formaður. Þá segir að samgönguráð skuli hafa samráð við hagsmunaaðila eins og ástæða þykir til hverju sinni.

 

Formaður ráðsins nú er Ingimundur Sigurpálsson skipaður af samgönguráðherra, Jón Rögnvaldssson vegamálastjóri, Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri og Pétur K. Maack flugmálastjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is