Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2007 03:00

Sementsframleiðsla hafin að nýju

Eins og glöggir íbúar við Faxaflóann hafa tekið eftir rauk ekki úr strompi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um tíma síðustu tvær vikur. Ástæðan var árlegt viðhaldsstopp verksmiðjunnar. Að sögn Gunnars H. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra var upphaflega áætlað að stöðva framleiðslu í þrjár vikur en vegna mikillar eftirspurnar eftir sementi var ákveðið að vinna nauðsynlegar endurbætur hraðar og tókst því að kveikja upp í verksmiðjunni eftir aðeins tveggja vikna stopp.  Gjallbrennsluofn verksmiðjunnar er um 100 metra langur og 3,15 metrar í þvermál. Er hann fóðraður með mjög hitaþolnum steini enda fer hitinn í ofninum í allt að 1.450°C. Skipta þarf því um fóðringu í 8-9 metrum eldhólfsins og 12-15 metra af ofninum á 10-11 mánaða millibili. 

Á myndinni eru verið að skipta um stein inni í ofninum. Ljósm. Björn Lúðvíksson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is