Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2007 03:06

Hraðaskannar koma að góðum notum lögreglu

Lögreglumenn í Borgarnesi hafa haft í nógu að snúast síðastliðna viku og meðal þess sem þeir hafa verið að gera er að læra á nýtt tæki til að mæla hraða ökutækja, hraðamæli sem notast við geisla. Tækið beinir geislanum að farartækinu og geta lögreglumenn haldið á því, en hraðaskannarnir sem lögreglan notast alla jafna við eru festir við innréttingar lögreglubíla. Lögreglumaður getur því mælt hraða bifreiðar án þess að vera í lögreglubíl. Hvort sem það er tækinu að þakka eður ei, þá voru teknir um 52 ökumenn fyrir hraðaakstur og mældist sá sem hraðast fór á 128 km. hraða. Auk þess bárust þrjár kærur frá Vegagerðinni en þar voru vörubílar að flytja of þungan farm og sér lögreglan um að hringja í viðkomandi ökumenn og senda kæruna.

Eitt umferðaróhapp átti sér stað í vikunni hjá Saurum í Dalasýslu en þar fór bíll útaf en meiðsl á fólki voru minniháttar.

 

Tveir voru teknir vegna fíkniefna en á þeim fundust 6 grömm af kannabisefnum og leiddi handtakan til húsleitar á Hellissandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is