20. febrúar. 2007 08:02
Árshátíð Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi var haldin þann 17. febrúar sl. Að þessu sinni settu nemendur á svið þætti úr leikritinu Ronju Ræningjadóttur og að venju tókst nemendunum þetta mjög vel. Leikstjóri var Áslaug Sigvaldadóttir kennari við skólann og Steinunn Pálsdóttir sá um að stjórna því sem viðkom söng og hljóðfæraleik. Það voru svo þær Margrét Ragnarsdóttir og Helga Jóhannsdóttir sem sáu um búningagerð. Þegar Ronja og Birkir voru búin að lenda í hinum ýmsum ævintýrum og ræningjarnir orðnir vinir, var boðið upp á kaffi og glæsilegt tertuhlaðborð. Nemendur og kennarar voru að vonum mjög ánægðir með daginn því fjöldi fólks úr sveitinni kom til að njóta skemmtunarinnar með þeim og sýndi með því áhuga á því sem þessi fámenni en góði skóli er að gera.