21. febrúar. 2007 11:03
Af gefnu tilefni vill seiðaeldisstöðin á Laxeyri í Borgarfirði koma því á framfæri að engin seiði eru sýkt í stöðinni og engum seiðum hefur verið eytt vegna nýrnaveiki. Frétt sem birtist á fréttavefnum www.visir.is, Fréttablaðinu í dag, www.skessuhorn.is og í prentútgáfu Skessuhorns í dag er með öllu tilhæfulaus um að sýkt seiði eigi í hlut. Einungis var um það að ræða að hrognum var eytt vegna hugsanlegs smits, en slíkt kemur fyrir í þeim stöðvum sem meðhöndla villtan fisk.
F.h. Laxeyrar,
Jón Guðjónsson, stöðvarstjóri.
Frá ritstjóra
Vegna yfirlýsingar Jóns Guðjónssonar, stöðvarstjóra Laxeyrar hér að ofan vill Skessuhorn árétta að mistök við ritun fréttarinnar eru blaðsins. Beðist er velvirðingar á því að inn í frétt um eyðingu hrogna í seiðaeldisstöðina skuli hafa bæst við að um sýkt seiði væri að ræða. En slíkt var alls ekki raunin.
Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns