22. febrúar. 2007 07:48

Í kvöld klukkan 19:15 tekur Snæfell á móti Hamar/Selfossi í Iceland Express deildinni i körfuboltanum. Snæfell er fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og vafalaust verður ekkert gefið eftir í “Fjárhúsinu”.
Annaðkvöld, föstudaginn 23. febrúar tekur Skallgrímur svo á móti Haukum í Borgarnesi. Skallagrímur er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, en mótið leiðir nú Njarðvík með 30 stig og KR með 28.
Ástæða er til að hvetja heimafólk til að mæta á þessa spennandi leiki sem framundan eru í keppni þeirra bestu.