Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2007 09:59

Kór Akraneskirkju í ferðahug

Þessa dagana stendur mikið til hjá Kór Akraneskirkju. Framundan er söngferð á “Íslendingaslóðir” á Kanarí. Haldið verður af stað þriðjudaginn 27. febrúar og dvalið í eina viku við söng og leik. Miðvikudaginn 28. febrúar verður sungið í guðsþjónustu hjá sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur í Templo Ecumenico, eða sænsku kirkjunni eins og Íslendingar þekkja hana. Föstudaginn 2. mars heldur kórinn tónleika á sama stað. Frá áramótum hefur kórinn æft af kappi og er efnisskráin byggð upp af íslenskum ættjarðar-, alþýðu- og dægurlögum. M.a. verða flutt lög eftir Theodór Einarsson í útsetningum Skarphéðins Hjartarsonar.

Léttsveit kórsins verður með í för, en hana skipa: Örn Arnarson gítarleikari, Guðmundur Pálsson bassaleikari og Viðar Guðmundsson píanóleikari. Einn af kórfélögunum, Steini í Dúmbó, mun syngja lagið Angelía eins og honum einum er lagið. Auk hans syngja einsöng þau Jón Gunnar Axelsson og Þórgunnur Stefánsdóttir. Kristín Sigurjónsdóttir sér um fiðluleik.

Stjórnandi Kórs Akraneskirkju er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Áður en lagt verður af stað suður á bóginn mun kórinn halda tónleika í Vinaminni á Akranesi, laugardaginn 24. febrúar og hefjast þeir kl. 17. Aðgangseyrir er 1000 kr og eru allir eru hjartanlega velkomnir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is