Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2007 10:00

Lagt til að hætt verði við byggingu tónlistarskóla

Framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar metur það svo að betra sé að hætta við innréttingu hússins að Dalbraut 1 fyrir starfsemi Tónlistarskólans á Akranesi og byggja sérhannað húsnæði fyrir starfsemi skólans. Þannig fáist húsnæði „sem hentaði starfseminni og sómi væri af fyrir bæjarfélag okkar,“ segir í bókun nefndarinnar frá 15. febrúar sl. Samþykkt framkvæmdanefndarinnar kemur í kjölfar skýrslu Ólafs Hjálmarssonar verkfræðings, sem um árabil hefur starfað við ráðgjöf og hönnun á sviði hljóðeðlisfræði.  Hann tók að sér, að beiðni Elínar G. Gunnlaugsdóttur arkitekts, að rýna eftir bestu getu í öll fyrirliggjandi gögn hjóðhönnunar húsnæðisins.

Í skýrslu Ólafs kemur fram að hann hefur nokkrar áhyggjur af hljómburði í tónleikasal hússins og rökstyður það í nokkrum liðum. Nefnir hann í því sambandi rúmtak tónlistarsalar og hlutföll hans sem séu ójöfn sem geri hljómburð að jafnaði erfiðan. Þá nefnir hann límtrésbita í þaki sem gengur þvert yfir salinn og skagar 1,5 metra niður úr lofti. Slítur hann hljóðrýmið í sundur og gerir hlustunarskilyrði erfið. Slíkt megi ekki bæta með rafmögnuðu hljóðkerfi. Fleiri atriði nefnir Ólafur máli sínu til stuðnings.

Framkvæmdanefndin, sem í sitja Jón Sigurðsson og Haraldur Friðriksson fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Elís Þór Sigurðsson fulltrúi Samfylkingarinnar, hefur fjallað um skýrslu Ólafs að undanförnu og komst að áðurnefndri niðurstöðu. Nefndin vinnur í umboði bæjarráðs, fylgir eftir samningum um framkvæmdir bæjarins og skal „hafa vakandi auga fyrir hverju því sem varðar framangreindar framkvæmdir,“ eins og segir í erindisbréfi.  Nefndarmenn hafa um nokkurt skeið haft nokkrar efasemdir um að rétt sé að hýsa tónlistarskólann í þessu húsi sem bæjarfélagið keypti upphaflega fyrir bókasafn.

Á síðasta ári fundaði nefndin með bæjarstjóra og fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar í bæjarráði þar sem lýst var að nefndin teldi húsnæðið henta illa starfsemi tónlistarskóla.

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri sagði hönnun tónlistarskóla nú á lokastigi og við hönnunina hefði verið leitað til færustu sérfræðinga. Um álit Ólafs yrði fjallað eins og önnur. Fundað yrði með framkvæmdanefndinni á næstu dögum og farið yfir málið. Í sínum huga væru athugasemdir Ólafs ekki þess eðlis að hætta bæri við framkvæmdina enda hefði verið vandað mjög til verksins.

Heildarkostnaður við hinn nýja tónlistarskóla liggur ekki fyrir en samkvæmt heimildum Skessuhorns er ekki ólíklegt að hann gæti orðið talsvert á fimmta hundrað milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is