Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2007 12:51

Nemendum og kennurum í grunnskólum fækkar

Í haust voru nemendur í grunnskólum á Vesturlandi 2.398 talsins og hafði þeim fækkað um rúm 3% frá árinu á undan þegar þeir voru 2.474 að tölu. Árgangar eru mjög misjafnlega stórir og því nokkrar sveiflur á milli ára í fjölda nema. Undanfarin tíu ár hafa nemendur í grunnskólum Vesturlands verið 2.448 að meðaltali.

Flestir nemendur voru í haust í Grundaskóla á Akranesi, 525 talsins en fæstir voru þeir í Grunnskólanum í Tjarnarlundi eða 11 að tölu. Af einstökum sveitarfélögum má nefna að þrátt fyrir nokkra fjölgun íbúa á Akranesi fækkar grunnskólanemum úr 952 árið 2005 í 948 árið 2006. Grunnskólanemum hefur þó fjölgað nokkuð á Akranesi á liðnum árum því árið 2001 voru þeir 881 talsins.

 

Í Borgarbyggð voru nemar í haust 635 en voru 648 árið áður. Í Grundarfirði voru nemarnir 175 og hefði fækkað um rúm 11% á milli ára. Frá árinu 2001 hefur nemum þar fækkað úr 211 eða um rúm 17%. Í Stykkishólmi voru 173 grunnskólanemendur í haust og hafði fækkað á milli ára úr 181. Frá árinu 2001 hefur þeim fækkað úr 209 eða rúm 17%. Í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi voru 44 nemendur og hafði fjölgað um tvo frá fyrra ári.

 

Í grunnskólum Snæfellsbæjar voru 237 nemendur í haust en voru árið áður 248 talsins. Frá árinu 2001 hefur nemendum fækkað úr 301 eða um ríflega 21%. Eins og áður sagði voru nemendur í Tjarnarlundi 11 að tölu en voru 12 árið áður og í Grunnskólanum í Búðardal voru nemendur 82 en voru 84 árið áður. Frá árinu 2001 hefur grunnskólanemendum í Búðardal hins vegar fjölgað úr 70 eða um rúm 17%.

 

Kennurum grunnskólanna á Vesturlandi fækkaði einnig á milli ára. Haustið 2006 voru þeir 289 að tölu en árið áður voru þeir 294 talsins. Frá árinu 2003 hefur kennurum fækkað úr 315 eða um rúm 8%. Kvenfólk var í miklum meirihluta í kennarastétt. Þær voru í haust 216 talsins. Hlutfall kennara með kennsluréttindi á Vesturlandi hefur hækkað á undanförnum árum. Árið 2001 var hlutfallið 72,8% en í haust var það komið í 83%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is