Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2007 07:19

Mestar framkvæmdir í Rifshöfn

Mestu af fjármunum sem varið verður á næstu árum til hafnaframkvæmda á Vesturlandi á næstu árum samkvæmt tillögu að samgönguáætlun fer í framkvæmdir við Rifshöfn. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns verður 256,3 milljónum króna varið til framkvæmda í landshlutanum á árunum 2007-2010. Á árinu 2007 verður varið 53,6 milljónum króna til dýpkunar í innsiglingu og höfn Rifshafnar. Þá verður austurkantur hafnarinnar lengdur um 80 metra á þessu ári og verður varið um 73 milljónum króna í þá framkvæmd og einnig 31,7 milljónum króna á næsta ári. Til dýpkunar við austurkantinn verður varið 61 milljón króna og rúmar 8 milljónir króna fara í gerð tengibrautar að hafnarvog og lýsingu við flotbryggju.

 

Í Ólafsvík verður verður varið 2 milljónum króna í endurbyggingu trébryggju á þessu ári. Einnig verður á þessu ári varið 16 milljónum króna í dýpkun í höfninni og 15 milljónum til dýpkunar við trébryggju á gafli Norðurtanga. Dýpkun við lengingu Norðurtanga kallar á 9 milljóna króna fjárveitingu og til lengingu Norðurtanga er varið rúmum 37 milljónum króna á næstu tveimur árum. Trébryggja verður gerð við gafl Norðurtanga og til þeirrar framkvæmdar verður varið rúmum 19 milljónum króna. Til breikkunar þekju við Suðurþil verður á næsta ári varið tæpum 9 milljónum og rúmum 4 milljónum til byggingar nýs masturshúss. Á árinu 2010 er áætlað að verja tæpum 50 milljónum króna til endurbyggingar grjótgarða Suður- og Norðurgarðs.

Á árinu 2008 er áætlað að verja rúmum 115 milljónum króna til nýrrar bryggju sunnan Litlubryggju í Grundarfirði og einnig til þess að rífa Litlubryggju. Til dýpkunar hafnarinnar í Grundarfirði verður á næsta ári varið tæpum 10 milljónum króna. Á árinu 2009 verður varið rúmum 14 milljónum króna til gerðar uppsáturs, flotbryggju og ýmiss búnaðar við smábátaaðstöðu við Grundarfjarðarhöfn. Þá verður einnig á árinu 2009 varið tæpum 22 milljónum króna til endurbyggingar efsta hluta Norðurbryggju.

Í Stykkishólmshöfn verður á árunum 2009 og 2010 varið tæpum 30 milljónum króna til gerðar smábátalegu fyrir allt að 60 báta og á árinu 2010 verður rúmum 3 milljónum króna varið til smíði ljósamasturs- og vatnshúss við Skipavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is