23. febrúar. 2007 09:28

Í dag verður svokölluð safnanótt í Sjóminjasafninu á Grandanum í Reykjavík. Safnanóttin er hluti af Vetararhátíð sem haldin verður í höfuðborginni 22.-24. febrúar. Safnanóttin hefst kl. 19 og stendur til miðnættis. Móttökusalur safnsins verður með frönsku yfirbragði og leikin verður sjómannatónlist frá Paimpol, auk þess sem boðið verður uppá smökkun ljúffengra franskra rauðvína. Á neðri hæð safnsins verður jafnframt hægt að skoða árabát sem verið hefur í smíðum og seglasaum og í Matarsetrinu verður matarkynning, fyrirlestrar og lifandi flutningur á frönskum sönglögum.
Meðal dagskrárliða þetta kvöld má nefna að gíslar tveir frá Akranesi munu skemmta gestum með söng og hljóðfæraleik. Þar eru á ferðinni Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi ásamt eftirmanni sínum í stóli bæjarstjóra Gísla S. Einarssyni. Þeir munu stíga á stokk kl. 22 og kl. 23.