22. febrúar. 2007 03:55
Í kvöld klukkan 20:30 efnir Rauði kross Íslands – Akranesdeild til kaffihúsakvölds að Þjóðbraut 11 á Akranesi. Niðurstaða landskönnunar sem Rauði kross Íslands kynnti á síðasta ári í skýrslunni “Hvar þrengir að?” bendir til þess að þeim hópum sem búa við bág kjör í íslensku samfélagi fjölgi. Sérstakur gestur á kaffihúsakvöldinu er Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem fjalla mun um niðurstöður skýrslunnar og hvernig fólk festist í vítahring fátæktar. Einnig mun hann fjalla um málsvarastarf Rauða krossins og helstu átaksverkefni. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.