Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2007 08:41

Næg verkefni hjá systur Czeslöwu í Stykkishólmi

Czeslawa Oles er ein af þeim nunnum sem starfað hefur við St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi undanfarin ár. Áður var hún við klaustrið í Hafnarfirði. Blaðamaður Skessuhorn átti stutt spjall við Czeslöwu í vikunni sem leið. Hún segir hennar helsta hlutverk í héraðinu vera trúfræðslu en í því felst m.a. undirbúningur fyrir fermingar, en þá ekur hún á milli staða á Snæfellsnesi og heimsækir börnin á heimilum þeirra. Mikil fjölgun hefur orðið á kaþólikkum á svæðisins, þá sérstaklega með fjölgun Pólverja og Tælendinga á Snæfellsnesi og segir hún gaman að hitta krakkanna og fólkið, en vegalengdirnar segir hún þó helst til of langar fyrir hennar smekk.

 

Czeslawa segist kunna vel við sig hér á Íslandi, allsstaðar hafi verið vel tekið á móti henni en þó getur hún ekki gert upp á milli hvor staðurinn sé betri, Hafnafjörður eða Stykkishólmur. Hátt í 7000 systur starfa innan St. Franciskusreglunnar út um allan heim og aldrei er hægt að vita hvenær þær verða sendar og hvert, en það er yfirpríorínan í Rómarborg sem ákveður slíkt. Auk þess að sjá um trúfræðslu segir Czeslawa að mikið sé hringt til þeirra systra og þær beðnar um að biðja fyrir fólki allsstaðar af landinu. Fólk vanti oft hjálp og andlega aðstoð og ekkert sé sjálfsagðara en að verða við slíku, enda hluti af starfi þeirra.

Félagslíf segir hún þær systur stunda af kappi enda iðulega nóg um að vera í Stykkishólmi og bæjarbúar duglegir við bjóða þeim á viðburði. Þær höfðu m.a. ráðgert að mæta við vígslu nýja leikskólans á laugardaginn var og einnig að fagna með kvenfélagskonum og 100 ára afmæli félagsins síðar sama daginn. Það er því auðheyrt að nóg er að gera hjá þeim systrum þrátt fyrir að umsvif þeirra hafi minnkað innan spítalans. Hún segir þeirra hlutverk hafa breyst mikið í gegnum árin og að einhverju leyti væru þær búnar að vaxa frá verkefninu. Nýr tími taki nú við hjá spítalanum og sú stjórn sem þar situr mun halda því starfi áfram sem nunnurnar ruddu brautina með og vonandi mun það allt ganga farsællega fyrir sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is