Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2007 10:39

Fermetraverð á Vesturlandi hefur hækkað um 327%

Hvergi á landinu hækkaði fermetraverð íbúðarhúsnæðis jafn mikið og á Vesturlandi á árunum 1990-2006 eða um 327%. Þetta kemur fram í samantekt Fasteignamats ríkisins um verðþróun íbúðarhúsnæðis eftir landshlutum frá 1990. Fermetraverðið á Vesturlandi tekur hækkunum á öllu þessu tímabili nema á milli áranna 1994 og 1995 þegar verðið lækkar lítilsháttar. Framan af þessu tímabili er hækkunin á milli ára frá rúmum 2% til rúmlega 9%. Frá árinu 2001 hefur verið síðan tekið stórstígum hækkunum. Má þar nefna að milli áranna 2004 og 2005 hækkaði fermetraverðið um 22,3% og á milli áranna 2005 og 2006 hækkaði verðið um tæp 23%.

 

Eins og áður sagði hefur fermetraverð í einstökum landshlutum hvergi hækkað jafn mikið og á Vesturlandi frá árinu 1990 þar sem það hækkaði um 327%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verðið um 266%, á Reykjanesi hækkaði verðið um 237%, á Vestfjörðum hækkaði verðið aðeins um 80% á þessum árum, á Norðurlandi vestra var hækkunin 130%, á Norðurlandi eystra 235%, á Austurlandi 231% og á Suðurlandi 256%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is