Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2007 06:56

Vegagerð um Grunnafjörð fari í óformlegt mat

Vegamálastjóri leggur til að á næstunni fari fram óformlegt mat á því hvort vegagerð við Grunnafjörð geti átt sér stað í framtíðinni og þeirri athugun verði lokið þegar kemur að næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns var vegur við Grunnafjörð tekinn út af lista yfir líklegar framkvæmdir á samgönguáætlun á lokastigum matsvinnu áætlunarinnar. Að sögn samgönguráðherra var það að tillögu samgönguráðs þar sem meðal annars situr Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. Í samtali við Skessuhorn segir Jón að vegur um Grunnafjörð hafi eins og fjölmargar aðrar framkvæmdir í samgöngumálum ekki komist inn á samgönguáætlun áranna 2007-2018. Það sé hinsvegar enginn dómur yfir framkvæmdinni og nefnir að samgönguáætlun sé endurskoðuð á fjögurra ára fresti.

 

 

Jón segir að það hafi lengi verið ljóst að vegagerð á þessum stað mæti nokkurri andstöu og því hafi málið verið í ákveðinni pattstöðu því ekki sé hægt að fara í formlegt umhverfismat fyrr en framkvæmdir hafa verið ákveðnar. Hann segir stöðu mála þarna mjög sérstaka og því sé það hans persónulega skoðun að fram þurfi að fara óformlegt mat á möguleikum framkvæmda með þátttöku hagsmunaðila eins og sveitarstjórna á svæðinu, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar svo einhverjir aðilar séu nefndir. Niðurstöður matsins liggi síðan fyrir þegar vinna fer af stað við næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Með þessu fyrirkomulagi sé hægt að koma málinu úr þeirri pattstöðu sem það sé í að mati Jóns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is