Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2007 03:58

Mikil hækkun fasteignagjalda í Borgarbyggð

Í lok síðustu viku barst fasteignaeigendum í Borgarbyggð í pósti álagningarseðill fasteignagjalda ársins 2007. Greinilegt er að mörgum þeirra brá í brún er þeir lásu álagningarseðilinn því ljóst er að talsverð hækkun hefur orðið á milli ára.

Skessuhorn hefur undir höndum álagningarseðil frá eiganda einbýlishúss í Borgarnesi. Fasteignagjöld þess húss hafa á milli ára hækkað um ríflega 31%. Sem kunnugt er hækkaði fasteignamat í Borgarnesi um síðustu áramót um 15%. Sum sveitarfélög hafa brugðist við slíkri hækkun á þann veg að lækka álagningarstuðla á móti. Slíkt var ekki gert í Borgarbyggð og er því álagningarstofninn áfram 0,41%.

Fasteignaskattur þessa húss hækkar því á milli ára um tæp 15%.  Lóðarleiga hússins hækkar á milli ára um rúm 53%. Má það rekja til hækkunar matsins eins og áður sagði og einnig til þess að álagningarstuðull var hækkaður úr 0,75% í 1% á milli ára.  Fráveitugjald hússins hækkar gríðarlega á milli ára eða um tæplega 91%. Það má rekja til hækkunar mats og þess að álagningarstuðullinn hækkaði úr 0,18% í 0,3%.  Vatnsgjald hússins hækkar á milli ára um 12,3% en sorpgjaldið stendur í stað á milli ára. Í heild hækka því fasteignagjöldin á þessu húsi eins og áður sagði um ríflega 31%.

Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri sagði að við sameiningu sveitarfélaga í hina nýju Borgarbyggð hefði þurft að samræma gjaldskrár þeirra sveitarfélaga er sameinuðust. Sveitarstjórn hefði ákveðið að halda álagningarstuðli fasteignagjalda óbreyttum þrátt fyrir hækkun fasteignamats. Lóðarleiga hefði verið misjöfn í sveitarfélögunum og hefði niðurstaðan orðið sú að hún yrði 1%. Mestar hækkanir hefðu hins vegar orðið á fráveitugjöldum. Sem kunnugt er tók Orkuveita Reykjavíkur þann málaflokk yfir á síðasta ári og standa nú fyrir dyrum miklar framkvæmdir í þeim málaflokki sem voru löngu orðnar tímabærar að mati Páls. Því hefði verið nauðsynlegt að hækka gjöldin. Aðspurður hvort þau myndu þá lækka þegar framkvæmdum lýkur árið 2009 sagðist Páll ekki geta slegið því föstu því fráveitugjöld þyrftu einnig að standa undir rekstri fráveitnanna. Hann vildi ekki meina að þau hefðu því verið of há til þessa þrátt fyrir að nú þurfi að grípa til þeirra viðamiklu framkvæmda sem nú er raunin. Þau hefðu aðeins staðið undir þeim rekstri sem verið hefði og nauðsynlegum framkvæmdum.
Páll sagði að fasteignagjöldum væri ætlað að standa undir ákveðnum hluta af rekstri sveitarfélagsins. Sveitarstjórn hefði fjallað um álagningu fasteignagjalda á sínum tíma og verið samstíga við afgreiðslu málsins. 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is