Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2007 02:40

Bæta þarf vegamót í Hvalfjarðarsveit

Nauðsynlegt er að bæta vegamót í Hvalfjarðarsveit að mati Smára Ólafssonar umferðar- og samgönguverkfræðings hjá VSÓ ráðgjöf ehf. en hann vann skýrslu að beiðni sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Smári gerði úttekt á sjö vegamótum og þar af eru sex þeirra við þjóðveg nr. 1. Úttektin var gerð með tilliti til slysatíðni, athugasemda við vegamótin og þróun umferðar. Á sumum þessara gatnamóta hafa orðið alvarleg slys á liðnum árum enda hefur umferð farið hratt vaxandi ásamt því að umferðarhraði hefur aukist.

 

Á fimm þessara vegamóta leggur Skúli til að hugað verði að gerð hringtorga eða hringtorg stækkað eins og hringtorgið við Hvalfjarðargöng. Á tveimur vegamótanna er lagt til að lögð verði áhersla á að aðskilja akstursstefnur og bæta umhverfi vegarins.

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að þrátt fyrir að úrbætur á vegamótum á stofnbrautum séu ekki í verkahring sveitarfélaga þá hafi sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákveðið á síðasta ári að kosta því til að fá verkfræðistofu til að taka út nokkur slík sem heimamenn hafi talið sérlega hættuleg fyrir vegfarendur. Hann segir að Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi hafi fengið skýrsluna afhenta og hann hafi tekið henni vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is