27. febrúar. 2007 03:18
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til þess að skilgreina þarfir vegna uppbyggingu hafna og þjónustu við skemmtiferðaskip sem leggja leið sína til Íslands. Á síðasta ári komu um 80 skemmtiferðaskip til landsins, flest þeirra til Reykjavíkur. Með þeim komu um 55 þúsund farþegar. Grundarfjörður er einn þeirra staða á landsbyggðinni er tók á móti skemmtiferðaskipum í fyrra. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna stýrir hópnum og meðal annarra fulltrúa í hópnum er Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar og formaður Hafnaráðs.