Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2007 09:44

Ekki tónleikasalur í nýjum tónlistarskóla

Salur sá sem verður í nýjum tónlistarskóla á Akranesi verður ekki tónleikasalur heldur svokallaður fjölnotasalur. Þetta kemur fram í minnisblaði af fundi um húsnæðismál skólans sem haldinn var 21. febrúar. Til fundarins mættu Elín G. Gunnlaugsdóttir arkitekt hússins og Bjarni Gíslason frá VGK-Hönnun. Auk þeirra sátu fundinn bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar, bæjarstjóri, skólastjóri Tónlistarskólans og framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar.

 

Á fundinum var kynnt fyrirliggjandi hönnun skólans og einnig var gerð grein fyrir „þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að og snúa að hljóðhönnun og kennslurýmis og fjölnotasalar skólans,“ eins og segir orðrétt í minnisblaðinu. Hönnuðir undirstrikuðu sérstaklega á fundinum að verið væri að hanna „kennslurými svo og fjölnotasal en ekki tónleikasal.“ Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að allur frágangur verði eins og best verður á kosið þannig að húsnæðið fullnægi ýtrustu kröfum til tónlistarkennsluhúsnæðis. „Fram kom í máli Bjarna að vegna lofthæðar í tónleikasal væri gert ráð fyrir sérstökum búnaði sem tryggja á fullnægjandi hljómburð í aftari hluta salarins,“ segir orðrétt í minnisblaðinu.

 

Eftir að hönnuðir höfðu yfirgefið fundinn bókuðu fundarmenn að í ljósi undangenginnar kynningar hönnuða og viðræðna við þá séu fundarmenn sammála um að undirbúningur svo og niðurstaða hönnunarinnar muni leiða til fullnægjandi lausnar á húsnæðismálum tónlistarskólans og að ekkert bendi til annars en að fyrirhugaður fjölnotasalur muni geta þjónað því hlutverki sem í upphafi var stefnt að.

 

Hvort slegið hafi verið af kröfum til húsnæðis tónlistarskóla skal ósagt látið en þann 23. janúar ritaði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri grein í Skessuhorn þar sem segir meðal annars orðrétt: „Á næstunni verður undirritaður samningur um tónlistarskóla og mun sá skóli standa undir ítrustu gæðakröfum og verða til mikils sóma fyrir Akurnesinga.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is