01. júní. 2007 12:38
Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands fer fram í Reykholtskirkju í dag, föstudaginn 1. júní og hefst athöfnin kl. 15. Þegar henni lýkur er gestum, nemendum og aðstandendum þeirra boðið til kaffisamsætis í matsal Ásgarðs á Hvanneyri. Gamlir nemendur við skólann eru boðnir sérstaklega velkomnir. Nú er verið að leggja lokahönd á stóran áfanga endurbættrar aðstöðu í Ásgarði en þangað verða skrifstofur skólans fluttar í byrjun júní. Nýja húsnæðið verður opið gestum til sýnis á brautskráningardaginn.