04. júní. 2007 05:12
Skallagrímur reyndist ekki ráða við annarrar deildar lið Hauka í bikarkeppni KSÍ. Liðin mættust í Borgarnesi á föstudaginn og höfðu Haukar betur 5-0. Skallarnir eru því fallnir úr leik í bikarnum. Liðið sigraði KB 2-1 í fyrstu umferð en Haukarnir voru alltof sterkir.