06. júní. 2007 11:39
Byggðaráð Borgarbyggðar ræddi á síðasta fundi sínum um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra liggur fyrir tillaga frá árinu 2006 um byggingu á stórum íþróttasal og breytingu á því húsnæði sem fyrir er undir almenningsíþróttir. „Það hefur engin ákvörðun verið tekið hvort þessi tillaga nær fram að ganga heldur er einungis verið að kanna hlutina. Fyrir liggur að breytinga er þörf. Hinsvegar er spurning hvernig beri að haga framkvæmdum þannig að uppskeran nýtist sem best þegar til framtíðar er litið, það erum við að kanna,“ sagði Páll.