06. júní. 2007 11:48
Skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar hefur óskað eftir tillögum frá bæjarbúum um nafn á götu sem mun liggja í gegnum fyrirhugað athafnasvæði suður af kirkjugarðinum. Skilafrestur á tillögum er til 22. júní. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merkt „tillaga – götuheiti“ í afgreiðslu Ráðhússins, Hafnargötu 3 Stykkishólmi. Frekari upplýsingar um samkeppnina og legu götunnar á aðalskipulagi má finna á skrifstofu Ráðhússins, eða á heimasíðu Stykkishólmsbæjar. Svæðið er merkt A2 á kortinu hér til hliðar.