06. júní. 2007 01:44
Í gær, á alþjóðlegum degi umhverfisins, var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Umhverfissjóði Snæfellsness, en grunnur þess sjóðs er minningarsjóður um Guðlaug Bergmann. Úthlutað var þremur styrkjum samtals að fjárhæð kr. 550 þúsund. Gróðrarstöðin Björk á Hellissandi fékk 150 þúsund króna styrk til að undirbúa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Umhverfishópur Stykkishólms fékk 200 þúsund krónur til að undirbúa kynningarbæklinga fyrir starfsemi sína og Grundarfjarðarkirkja hlaut einnig 200 þúsund króna styrk til að tengja saman umhverfisvernd og starf kirkjunnar.