07. júní. 2007 10:30
Borgfirðingahátíð hefst í kvöld. Fyrsti dagskrárliður er kvöldganga UMSB á Eldborg klukkan 19. Það verða síðan tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson sem hefja menningardagskrána með tónleikum í félagsheimilinu Lyngbrekku klukkan 21.
Næstu þrjá daga verður síðan þétt dagskrá ýmissa og ólíkra viðburða út um allt hérað. Sjá dagskrá á síðu Borgarbyggðar; http://borgarbyggd.is/Files/Skra_0019879.doc