11. júní. 2007 10:33
Kajakfólkið sem leitað var að í gær og í nótt fannst klukkan 10 í morgun í tjaldi við Sjöundá á Rauðasandi á Barðaströnd. Ekkert amar að fólkinu. Björgunarsveitarmenn á Tálknafirði fundu það. Mikill viðbúnaður hefur verði hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni en Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar var nýlögð af stað til leitar þegar fólkið fannst. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunna var við leit í margar klukkustundir í gær auk sjómælingabátsins Baldurs og mikill viðbúnaður var í vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Þá tóku tæplega 20 björgunarsveitir þátt í leitinni og á þriðja hundrað leitarmanna.