11. júní. 2007 12:19
Eldri kona lést í heimasundlaug á bæ í Lundarreykjadal um klukkan 15 í gær, sunnudag. Tvíbýlt er á bænum og kom heimilisfólkið á hinum bænum að konunni látinni nokkru eftir að hún hafði látið vita af sér og að hún ætlaði í laugina. Lífgunartilraunir hófust strax og að var komið og var þeim haldið áfram eftir að lögregla og læknar komu á staðinn en báru ekki árangur. Tildrög slyssins eru ekki ljós og er unnið að rannsókn þess, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi.