Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2007 07:45

Sumarferð 4x4 með skjólstæðinga svæðisskrifstofunnar

Vesturlandsdeild ferðaklúbbsins 4x4 fór sína árlegu jeppaferð á 19 bílum með skjólstæðinga svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi sl. laugardag. Farið var frá Akranesi klukkan 10 áleiðis í Hyrnuna í Borgarnesi, þar sem fleiri bílar bættust með í för. Með öllum fór því 47 manna hópur skjólstæðinga og aðstoðarmanna þeirra auk ökumanna. Farið var inn Skorradal og yfir Geldingardraga um Svínadal og yfir í Hvalfjörð. Þar nutu ferðalangar aðstoðar staðkunnugra einstaklinga þegar komið var að því að þekkja alla bæina, fjöllin og vötnin sem á leiðinni voru, en samskipti fóru öll fram um sameiginlega rás á talstöðvum bílanna. Í Hvalfirði var stoppað við Hvalstöðina til að skoða gömlu vinnslustöðina. Eftirminnileg lygtin á svæðinu bar vitni um vinnslu þar síðastliðið haust.

Veðrið var frábært í ferðinni, eða15 stiga hiti, logn en sólarlaust var framan af degi. Hvalfjörðurinn var spegilsléttur og skartaði sínu fegursta. Úr Hvalfirði var ekið upp Kjósarskarð að Þingvöllum og niður Grafning og stoppað á Nesjavöllum. Í boði Orkuveitan Reykjavíkur var virkjunin skoðuð og lýst fyrir gestunum hvernig rafmagnið lýsir okkur veginn og heita vatnið kemst til neytenda. Orkuveitan bauð svo öllum í mat í Nesbúð að skoðunarferð lokinni og er fyrirtækinu þakkað kærlega fyrir það.

Frá Nesjavöllum var ekið svokallaðan Pípuveg niður að Hafravatni og í Mosfellsbæ. Ferðin endaði svo á upphafstað um fjögurleytið.

 

Eins og áður var sagt, fóru öll samskipti fram í talstöðinni; leiðarlýsing, sagðir voru brandarar, vísur og fleira  og var gleðin svo sannarlega allsráðandi. Við þökkum öllum ferðafélögum fyrir frábæran dag í góðu veðri. Björgunarfélagi Akranes þökkum við einnig en félagið lánaði okkur einn af bílum sínum til fararinnar.

 

Með sumarkveðjum,

Karl Ingi Sveinsson

Vesturlandsdeild ferðaklúbbsins  4x4

 

(Ljósm: Sigurbjörn Hafsteinsson).

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is