13. júní. 2007 01:00
Heilbrigðisnefnd Vesturlands (HeV) afturkallaði á fundi sínum þann 22. maí sl. starfsleyfi Laugafisks á Akranesi frá því í nóvember og samþykkti að auglýsa endurútgáfu/endurnýjun eins og um nýtt starfsleyfi væri að ræða. HeV mælti jafnframt með því við umhverfisráðuneytið að ráðherra gæfi undanþágu til starfsemi fyrirtækisins sem byggði á eldra starfsleyfi þar til auglýsingarferli og starfsleyfagerð væri lokið. Forsvarsmenn Laugafisks hafa kært ákvörðun HeV til umhverfisráðuneytisins. Í nóvember var starfsleyfi Laugafisks endurnýjað til fjögurra ára og hafa nokkrir íbúar á svæðinu sent stjórnsýslukæru til umhverfisráðherra vegna þess að þeir telja að auglýsa hefði átt endurnýjun starfsleyfisins og íbúar fengju þannig rétt til athugasemda.
Nánar er greint frá málinu í Skessuhorni sem kom út í dag. Þá er rétt að benda á nýja pennagrein sem fjórir Akurnesingar skrifa hér inn á vefinn í dag og fjallar um málefni Heilbrigðiseftirlitsins og afgreiðslu umrædds máls vegna Laugafisks.