13. júní. 2007 04:26
Örn Óskar Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1936 en flutti til Akraness þegar hann er aðeins 21 árs gamall þar sem leiðin lá á sjóinn. Hann lauk vélstjóranámi frá Fiskifélagi Íslands og starfaði sem vélstjóri allt til ársins 2005. Örn byrjaði feril sinn hjá Sigurfara en starfaði lengst af á Höfrungi. Hann var heiðraður á sjómannadaginn síðasta fyrir metnaðarfullt starf í sjómennsku á hálfa öld. Örn er giftur Svönu Jónsdóttur, húsmóður og saman eiga þau fjögur börn, tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Sjá stutt viðtal við Örn í Skessuhorni sem kom út í dag.