17. júní. 2007 02:00
Ökumaður fólksbifreiðar ók út af veginum undir Ólafsvíkurenni um klukkan hálf sjö í morgun. Bíllinn valt ekki en er talinn gjörónýtur. Ökumaður sem var einn í bílnum slapp ótrúlega vel að sögn lögreglu og voru það bílbeltin sem björguðu því að hann hlaut einungis minniháttar meiðsl. Maðurinn var futtur á slysadeild til nánari aðhlynningar. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn. Mikil olía úr bílnum var á veginum og var slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út til hreinsunarstarfa.
Myndin er af vettfangi slyssins þegar slökkvilið Snæfellsbæjar var við hreinsunarstörf. Sjá má að bifreiðin er mikið skemmd.