Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2007 08:37

Leikari fer á flug í Borgarnesi

Það var annasamur dagur og í senn gleðilegur í lífi listamannsins Benedikts Erlingssonar síðastliðinn föstudag. Hann mátti hafa sig allan við að ná að vera viðstaddur Grímuhátíðina í Reykjavík, þar sem hann var tilefndur til þriggja verðlauna, eftir að hafa sýnt Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu Borgarnesi fyrr um kvöldið. Að sýningu lokinni í Borgarnesi, hljóp leikarinn beina leið á framkvæmdasvæðið á Rauða torgi framan við Landnámssetrið þar sem leiguþyrla beið hans og flutti hann í skyndi til Reykjavíkur. Ákveðið hafði verið að færa sýninguna fram um tvo tíma þennan dag, svo Benedikt gæti verið viðstaddur Grímuna, verðlaunahátíð íslenskrar leiklistar.

Það var ekki að ástæðulausu sem sýningin var flutt til þar sem sýningin Mr. Skallagrímsson fékk þrjár tilnefningar til Grímunnar og sýning í leikstjórn Benedikts, Ó fagra veröld, fékk jafnframt fimm tilnefningar. 

Benedikt hlaut síðar um kvöldið flest verðlaun á Grímuhátíðinni, alls þrenn. Hann hlaut verðlaun fyrir leikara ársins og leikritaskáld ársins fyrir verkið Mr. Skallagrimsson og verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir leikstjórn Ó fagra veröld.

Þyrluflugið reyndist því umstangsins virði og ástæða til að óska Benedikt hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is